06. janúar 2011 - Lestrar 105 - Athugasemdir ( )
Þessir fyrstu skóladagar eftir jólafrí eru jafnframt síðustu skóladagar haustannar. Nemendur, og reyndar kennarar líka, verða því að vera fljótir að koma sér í gang aftur því framundan eru tímar námsmats með tilhleyrandi vinnu.
Próftafla fyrir 5.-7. bekk og 8.-9. bekk verður birt á netinu síðar í dag auk þess sem nemendur munu fá hana heim á pappírsformi á morgun, föstudag.
Við minnum nemendur og foreldra svo á að skoða vel skóladagatalið til að vera með öll starfsdaga og foreldraviðtöl á hreinu. Fimmtudaginn 20. janúar er t.d. starfsdagur kennara, 21. janúar eru foreldraviðtöl og 24. er aftur skipulagsdagur.
Athugasemdir