06. janúar 2011 - Lestrar 318 - Athugasemdir ( )
Þessir fyrstu skóladagar eftir jólafrí eru jafnframt síðustu dagar haustannar. Nemendur, og reyndar kennarar líka, verða því að vera fljótir að koma sér í gang á nýjan leik því framundan er tími námsmats með tilheyrandi lestri og vinnu.
Nemendur og foreldrar eru hvattir til að skoða skóladagatalið vel, enda eru framundan nokkrir frídagar nemenda. Fimmtudaginn 20. janúar og mánudaginn 24. janúar eru t.d. starfsdagar kennara og föstudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl. Nánar um þetta síðar.
Að lokum vil ég benda á að matseðill mánaðarins er kominn á netið.
Próftafla fyrir 5.-7. og 8.-9. bekk verður tilbúin síðar í dag og mun þá birtast á netinu. Auk þess fá nemendur hana með sér heim á pappírsformi á morgun, föstudag.
Athugasemdir