Sigurvegari í samkeppni um einkennismerki fyrir NEED

Sigurvegari í samkeppni um einkennismerki fyrir NEED Fyrr í vetur tók Grunnskólinn á Raufarhöfn ţátt í samkeppni um einkennismerki NEED verkefnisins, en

  • Undirsida1

Sigurvegari í samkeppni um einkennismerki fyrir NEED

Fyrr í vetur tók Grunnskólinn á Raufarhöfn þátt í samkeppni um einkennismerki NEED verkefnisins, en NEED stendur fyrir Northern Environmental Education Development sem mætti útleggja á íslensku sem Uppbygging náttúruskóla og umhverfismenntar á norðurslóðum. Verkefnið er samstarfsverkefni fjögurra landa en auk Íslands eru það Finnland, Írland og Noregur sem tóku þátt.

Nemendur frá mörgum skólum í kringum Vatnajökulsþjóðgarð tóku þátt í samkeppninni um einkennismerkið fyrir Íslands hönd ásamt fjölda nemenda frá hinum samstarfslöndunum þremur.

Merki Tönju Tómasdóttur í Grunnskólanum á Raufarhöfn hafnaði í 4. sæti í keppninni. Fyrstu verðlaun hlaut Eeta frá Finnlandi, 2. varð Grece frá Írlandi og 3. varð Inka frá Finnlandi. Í verðlaun hlaut Tanja bókina Íslenskur Fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson en þar eru íslenskir fuglar kynntir á áhugaverðan hátt. Skólinn eða bekkur Tönju hlaut einnig verðlaun en það er styrkur upp á 100 evrur sem skal nýttur til kaupa á tækjabúnaði til vísindarannsókna og/eða til að greiða kostnað af bekkjarferð til þjóðgarðs eða annars friðlýsts svæðis.

Verðlaunaafhending fór fram á Upplestrarkeppninni sem haldin var 16. apríl í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Hér eru myndir af Tönju  með merkið sitt og verðlaunin. Hún er nemandi í 7. bekk og tók einnig þátt í Stóru Upplestrarkeppninni. Við óskum Tönju innilega til hamingju með þennan góða árangur.

Vinningsmerkið og nánari upplýsingar má sjá á slóð NEED http://need.is/


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is