20. apríl 2009 - Lestrar 324 - Athugasemdir ( )
Stóra upplestrarkeppnin var að venju haldin hér á dögunum í félagsheimilinu Hnitbjörgu á Raufarhöfn. Nemenda frá Grunnskólanum á Raufarhöfn hlaut fyrsta sætið en það var hún Rósa Björg Þórsdóttir sem fór með sigur af hólmi. Í öðru sæti lenti Snæþór Aðalsteinsson frá Öxarfjarðarskóla og í þriðja sæti lenti Rögnvaldur Viðar Friðgeirsson frá Kópaskersskóla. Við óskum þeim og öðrum þeim sem komu fram til hamingju með glæsilega frammistöðu.
Athugasemdir