Í vikunni fengum við hana Signýu til að koma í heimsókn til okkar og segja okkur aðeins frá síldarárunum á Raufarhöfn. Þetta var mjög skemmtileg umræða og voru krakkarnir nokkuð fróðari eftir þessar umræður. Við vorum með þessar umræður í tilefni af því að við ætlum búa til okkar útgáfu af síldarstúlkunni sem við ætlum svo að sýna á Hrútardaginn. Við erum mjög spennt að fara búa til okkar eigin síldarstúlku og hjálpaði það mikið að hafa hana Signýu til að segja okkur hvernig fötum þær voru í og líka til að heyra frá fyrstu hendi hvernig þetta var gert. Við vorum nú líka svo heppin að Sigrún tók þátt í umræðunum með okkur en hún hafði líka verið að vinna í síldinni og því gaman að heyra þær vera tala saman um þennan tíma.
Hér eru svo nokkrar myndir af okkur frá þessum degi
Athugasemdir