Sjóferð með skólaskipinu Dröfn

Sjóferð með skólaskipinu Dröfn Þann 3. mars sl fórum við (7.-10. bekkingar) út á sjó með skólaskipinu Dröfn. Þeir Gunnar, Geiri og Björn sýndu okkur líkan

  • Undirsida1

Sjóferð með skólaskipinu Dröfn

Þann 3. mars sl fórum við (7.-10. bekkingar) út á sjó með skólaskipinu Dröfn. Þeir Gunnar, Geiri og Björn sýndu okkur líkan af trollinu og sögðu okkur frá allskonar veiðarfærum sem væru notuð. Við fórum niður í matsalinn og horfðum þar á fræðslumyndband um veiðarfæri og annað um fiska og lífríki sjávar. Eftir það fórum við upp á dekk þar sem trollið var látið fara í sjóinn, síðan fórum við fram í stefnið og töluðum saman. Þegar búið var að draga trollið aftur upp sáum við allskyns tegundir af fiskum. Þá fórum við niður og skoðuðum fiskana betur, blóðguðum þá og slægðum. Nokkrir urðu sjóveikir og langaði mest að komast í land. Allir fengu fisk í  matinn. Það fannst flestum gaman í þessari ferð þrátt fyrir mikinn kulda.

Hér eru myndir úr ferðinni.

Nemendur 10. bekkjar.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is