21. janúar 2013 - Lestrar 164 - Athugasemdir ( )
Hún Jóhanna hjúkrunarfræðingur kom til okkar og fræddi okkur um hvað það er skaðlegt að nota munntóbak. Hún lýsti því hvernig menn og konur geta orðið að innan við það að nota munntóbak í miklu mæli. Nemendur fylgdust vel með og voru alveg á því máli að munntóbak myndu þeir aldrei nota. Við teljum því að þessi fræðsla hafi skilað því forvarnargildi sem við ætluðumst til og vonandi nemendur fræði fólkið í kringum sig um skaðsemi munntóbaks.
Athugasemdir