26. janúar 2012 - Lestrar 147 - Athugasemdir ( )
Skákdagurinn var haldinn í dag þann 26. janúar, en dagurinn er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti stórmeistari okkar
Íslendinga í skák.
Nemendur í 1.-3. bekk fengu Snorra Sturluson í heimsókn til sín en Snorri er annálaður skákáhugamaður og kenndi krökkunum mannganginn.
Krakkarnir á efri hæðinni voru svo hvattir til þess að tefla í frímínútum og nýttu þau tækifærið óspart.
Myndir frá þessum degi má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir