Skólaheimsókn frá Borgarhólsskóla

Skólaheimsókn frá Borgarhólsskóla Á morgun fáum viđ heimsókn góđa gesti frá Húsavík, en 6. bekkur úr Borgarhólsskóla ćtlar ađ dvelja hjá okkur yfir eina

  • Undirsida1

Skólaheimsókn frá Borgarhólsskóla

Á morgun fáum við heimsókn góða gesti frá Húsavík, en 6. bekkur úr Borgarhólsskóla ætlar að dvelja hjá okkur yfir eina nótt. Það verða nemendur úr 5.-7. bekk sem munu sjá um að taka á móti þeim og munu þau bralla ýmislegt saman.

Smellið á meira til að lesa dagskrá heimsóknarinnar.

Þriðjudagur

11.30 Mæting

12.00 Gestirnir koma - Matur Tekið á móti gestunum og í kjölfarið farið í mat.

13.00 Fræðsla um Heimskautsgerði á Hótel Norðurljósum hjá Ella.

15.00 Kaffi í mötuneyti skólans.

15.30 Nemendur útbúa deig í Heimskautsbrauð undir handleiðslu Þóru heimilisfræðikennara, sem þau þræða svo upp á trjágrein ásamt einum til tveimur sykurpúðum.

16.30 Leikir Ýmist inni eða úti, fer eftir veðri.

17.30 Frjálst 18.30 Matur Pizzahlaðborð Hótel Norðurljósum.

20.00 Kvöldvaka Rölt í Vog þar sem við skoðum lömbin. Síðan kveikjum við varðeld í fjörunni, syngjum útilegulög og hver og einn grillar Heimskautsbrauðið sitt og sykurpúðana og borðar með bestu lyst.

21.30 Sund

22.30 Ró og háttatími

 

Miðvikudagur

8.00 Morgunmatur Nemendur fá sér morgunkorn og brauð í mötuneyti skólans.

9.00 Gönguferð um Höfðann og hellarnir skoðaðir.

11.00 Leikir Ýmist inni eða úti, fer eftir veðri.

12.00 Matur í mötuneyti skólans. Soðinn heimskautsfiskur og meðlæti.

13.00 Tiltekt 

14.00 Farið heim.

Okkar nemendum er boðið upp á að dvelja allan tímann með gestunum, þar með talið að gista í skólanum. Það er þó alls ekki skylda. Þeir sem ætla að gista verða hins vegar að koma með dýnu, svefnpoka og þess háttar með sér. Nemendur verða að sjálfsögðu að koma klæddir eftir veðri enda þurfum við að ganga á milli staða. Íþrótta- og sundföt ættu einnig að vera í töskunni.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is