24. október 2008 - Lestrar 219 - Athugasemdir ( )
Í gærkvöldi sáu grunnskólanemendur um skemmtun í félagsheimilinu Hnitbjörgum í tilefni Menningarviku. Nemendur 1. - 5. bekkjar sýndu bæjarbúum og öðrum gestum cha cha cha og sungu síðan tvö lög og léku með. Stefanía nemandi í 4. bekk söng tvö lög fyrir gesti við undirleik Sigurðar Daníelssonar tónlistarskólastjóra. 6. - 7. bekkur flutti leikritið Moli sem fjallar um einelti og afleiðingar þess. 8. - 10. bekkur fræddu gesti um ýmsa erlenda hátíðisdaga með leikrænu ívafi. Á eftir seldi foreldrafélagið ljúffenga súpu og pizzusneiðar. Mjög góð og vel heppnuð skemmtun. Eftir kvöldmatarhlé voru svo þeir félagar í Guitar Islancio með tónleika fyrir Raufarhafnarbúa og aðra gesti.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir