Skólaslit 5. júní undir berum himni

Skólaslit 5. júní undir berum himni Ţann 5. júní voru skólaslit hér viđ skólann. Ţetta var einstaklega skemmtileg stund ţar sem veđriđ var svo gott ađ viđ

  • Undirsida1

Skólaslit 5. júní undir berum himni

Þann 5. júní voru skólaslit hér við skólann. Þetta var einstaklega skemmtileg stund þar sem veðrið var svo gott að ekki var hægt að hafa skólaslitin inni og voru við því á tröppum skólans. Skólastjórinn hélt ræðu þar sem hún tók saman hestu viðburði sem nemendur skólans höfðu tekið þátt í. Umsjónakennarar afhendu vitnisburðarspjöldin og síðan var komið að útskriftinni. Það var hún Ágústa Lind Jóhannesdóttir sem útskrifaðist að þessu sinni frá skólanum og óskum við henni velfarnaðar í áframhaldandi námi.

Að loknum skólaslitum var síðan boðið upp á kökur og heitt súkkulaði. Það var einstaklega notalegt að geta notað tímann, spjallað saman og einnig voru verk nemenda skoðuð.

Viljum við þakka fyrir skólaárið sem liðið er og hlökkum við til að sjá ykkur aftur næsta vetur.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is