26. maí 2009 - Lestrar 391 - Athugasemdir ( )
Þriðjudaginn 26. maí var skóla slitið hér í Grunnskólanum á Raufarhöfn fyrir sumarfrí. Þrír nemendur luku námi frá skólanum og voru þeir kvaddir með kveðjugjöf sem var íslensk stafsetningarorðabók.
Vortónleikar tónlistarskólans voru í beinu framhaldi af skólaslitunum og þar sem Sigurður Daníelsson skólastjóri tónlistarskólans varð 65 ára þennan dag var byrjað á því að syngja fyrir hann afmælissönginn.
Athugasemdir