13. maí 2008 - Lestrar 443 - Athugasemdir ( )
Nemendur í 9. og 10. bekk fengu í dag námskeið í skyndihjálp. Til okkar kom Þorsteinn í Ási í Kelduhverfi og fræddi nemendur um fyrstu hjálp. Krakkarnir höfðu bæði gagn og gaman af námskeiðinu og gott er að vita af því að nemendurnir fari frá okkur svo vel undirbúnir út í lífið sem tekur við eftir grunnskólann.
Hér eru nokkrar myndir frá skyndihjálparnámskeiðinu.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir