Syngjandi skóli

Syngjandi skóli Miđvikudaginn 14. nóvember eigum viđ von á Jazzkvartett Reykjavíkur hingađ til Raufarhafnar. Ţetta er liđur í tónlistarverkefninu

  • Undirsida1

Syngjandi skóli


Miðvikudaginn 14. nóvember eigum við von á Jazzkvartett Reykjavíkur hingað til Raufarhafnar. Þetta er liður í tónlistarverkefninu „tónlist fyrir alla“, en á hverju ári ferðast tónlistarmenn um landið með ákveðna tónleikasyrpu í alla grunnskólana. Í ár er dagskráin nefnd „Ég hef taktinn“. Jazzkvartett Reykjavíkur samanstendur af Sigurði Flosasyni, Eyþóri Gunnarssyni, Tómasi R. Einarssyni og Gunnlaugi Briem. Tónlistin er nútímalegur og órafmagnaður djass og er drjúgur hluti efnisskrárinnar á skólatónleikunum ýmsir erlendir jazz-standarar ásamt íslenskum sem erlendum alþýðulögum.

 

Krakkarnir hafa verið að æfa lögin Ég hef taktinn (I got rhythm eftir Gershwin), Sönginn um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson og norska þjóðlagið Siggi var úti.

 

Dagskráin er áætluð um klukkan 11:00 – 11:40 í félagsheimilinu Hnitbjörgu.

 Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is