Tæknilegó og nýsköpun

Tæknilegó og nýsköpun Nýverið kom Jóhann Breiðfjörð starfsmaður Nýsköpunar og sjálfmenntaður tæknilegóhönnuður í heimsókn til okkar í skólann og hélt

  • Undirsida1

Tæknilegó og nýsköpun

Nýverið kom Jóhann Breiðfjörð starfsmaður Nýsköpunar og sjálfmenntaður tæknilegóhönnuður í heimsókn til okkar í skólann og hélt námskeið fyrir nemendur. Hann var með tvö námskeið, annað fyrir skólahópinn á leikskólanum og 1. - 3. bekk og hitt fyrir 4. - 6. bekk. Krakkarnir voru mjög ánægðir með þessa nýbreytni í skólanum og vonandi kemur Jóhann aftur í heimsókn til okkar seinna. Þess má til gamans geta að þegar Jóhann var aðeins 16 ára gamall bankaði hann upp á hjá forstjóra Legó í Danmörku með vélmenni sem hann hafði gert og í framhaldi af því var hann ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi.

Hér eru myndir frá námskeiðinu.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is