08. nóvember 2020 - Lestrar 74 - Athugasemdir ( )
Þar sem ekki er leyfilegt að fara í Lund vegna samkomutakmarkana var brugðið á að það ráð að brjóta þriðjudaga upp sem annars eru list- og verkgreinadagar í Lundi. Við fengum tvær snjallkistur hjá Þekkingarneti Þingeyinga að láni en Þingeyska snjallkistan er verkefni sem styrkt var af Uppbyggingasjóði Norðurlands til að ýta undir tæknimennt og stafræna færni sem byggir undir tækniþekkingu og færni barna. Nemendur og kennarar voru spenntir að prófa sig áfram og áhuginn leyndi sér ekki.
Athugasemdir