17. desember 2014 - Lestrar 183 - Athugasemdir ( )
Við skemmtum okkur vel á þemadögum þar sem við vorum að föndra jólakort, jólagjafir og engil til að setja á jólatréð. Við lukum síðan þemadögum með litlu jólum. Við komum öll saman, grunnskólinn og leikskólinn, skiptumst á pökkum og fórum svo saman að borða. Það var hangikjöt frá þeim á Höfða, laufabrauð sem nemendur höfðu skorið út og annað ljúffengt meðlæti. Skólakrakkarnir enduðu svo litlu jólin á því að horfa á jólamyndina um hann Artúr sem bjargaði jólunum.
Við sjáumst svo aftur hress og kát 5. janúar
Gleðileg jól
Athugasemdir