Þemavinna - Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Þemavinna - Heimskautsgerðið á Raufarhöfn Í dag var aldeilis skemmtilegur skóladagur. Þemadagar eru þessa viku og eru mánudagur og þriðjudagur helgaðir

  • Undirsida1

Þemavinna - Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Í dag var aldeilis skemmtilegur skóladagur. Þemadagar eru þessa viku og eru mánudagur og þriðjudagur helgaðir Heimskautsgerðinu okkar hér á Raufarhöfn. Við gengum saman út á hótel Norðurljós þar sem Erlingur tók á móti okkur og fræddi okkur um hugmyndina á bak við Heimskautsgerðið.

Í hugmyndinni um Heimskautsgerðið er dvergum Völuspár og Snorra-Eddu stillt upp, alls 72 talsins. Með þeim fjölda á hver þeirra sitt "vik" í árinu, ef miðað er við 5 daga viku. Í ljós kemur að ef Vetrarfaðir er settur á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda, t.d. Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Þannig verður til Árshringur dverga.

Ásamt því að Heimskautsgerðið kynni dvergana er líka kynning á okkar gömlu mánaðarheitum og þeim goðum sem mánuðirnir tilheyra. Þannig er tímatalið, hið forna og nýja, tengt dvergatali fornbókmenntanna og sköpunarverki frumkvöðla Heimskautsgerðisins þar sem dvergarnir eru persónugerðir með mynd- og ljóðrænum hætti. Í árshringnum fá dvergarnir 72 allir sitt hlutverk og sín séreinkenni.

Haukur Halldórsson listamaður hefur teiknað dvergana og Jónas Friðrik Guðnason skáld ort um þá alla og er það bæði til á íslensku og ensku.

Þessar upplýsingar ásamt myndum af heimskautsgerðinu og fullt af fleiri upplýsingum um Heimskautsgerðið (Arctic-henge) á Raufarhöfn er að finna á þessari slóð:

http://www.hac.is/files/244731809heimskautsgerdi_lokaskjal.pdf

Myndir frá deginum, smella hér.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is