Á þriðjudaginn héldum við stórt og mikið þorrablót í skólanum. Matsalurinn var vel skreyttur og hlaðborðið glæsilegt; hangikjöt, laufabrauð, súrir hrútspungar, sviðasulta, harðfiskur, hákarl o.fl. Nemendur í 1.-4. bekk juku mjög á þorrastemminguna með því að fara með þorraþulu fyrir okkur og svo sungum við öll Þorraþrælinn saman.
Myndir frá þorrablótinu má skoða með því að smella hér.
Nemendur í 1.-4. bekk létu ekki sitt eftir liggja í þessum hátíðarhöldum. Eins og fyrr segir fóru þau með þorravísu fyrir okkur hin en auk þess lögðu þau til einkar fallega skreytingu. Um er að ræða fullt trog af glæsilegum þorramat sem þau bjuggu sjálf til. Þó var ekki hægt að gæða sér á kræsingunum því þorramaturinn þeirra var gerður úr trölladeigi.
Til að skoða myndir af krökkunum að búa til þorramat smellið hér.
Athugasemdir