Þriðji dagurinn í jólaþema var sannkallaður hátíðardagur. Nemendur byrjuðu daginn á að fara í sína heimastofu með kennaranum sínum. Þar var lesið á jólakort sem bekknum hafði borist, skipst á pökkum og lesin jólasaga.
Því næst fóru allir inn á leikskóla sem Róbert hafði útbúið sem fyrirmyndar bíósal og horft á góða jólamynd til að koma öllum í gírinn. Áður en nemendur börðust við vindinn á leiðinni heim fengu þau hangikjöt og meðlæti. Og þar með var Grunnskóli Raufarhafnar kominn í jólafrí.
Ég vil þakka öllum foreldrum sem komu í skólann til okkar á þemadögunum kærlega fyrir komuna. Það var sannarlega yndislegt að fá ykkur í heimsókn.
Að lokum vil ég, fyrir hönd starfsmanna, óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári.
Jólakveðja;
Jóhann Skagfjörð
Myndir frá deginum má skoða með því að smella hér.
Athugasemdir