Til vibótar vegna samrćmdra prófa

Til vibótar vegna samrćmdra prófa Vegna samrćmdra könnunarprófa sem fram fara nćstkomandi fimmtudag og föstudag vill skólastjóri koma eftirfarandi á

  • Undirsida1

Til vibótar vegna samrćmdra prófa

Vegna samræmdra könnunarprófa sem fram fara næstkomandi fimmtudag og föstudag vill skólastjóri koma eftirfarandi á framfæri:

Þessir tveir dagar eru skilgreindi sem prófdagar, sem þýðir að nemendur þurfa ekki að vera í skólanum nema á þeim tíma sem prófin eru.

Prófin hefjast klukkan 9:00. Ekki er gerð krafa um að nemendur mæti í skólann fyrr en 8:45. Hins vegar tökum við vel á móti þeim sem vilja koma í skólann fyrr, veitum þeim afslappað andrúmsloft og sjáum til þess að þeir verði búnir að borða nestið sitt fyrir prófið.

Prófin eru svo búin kl. 11:20 (4. bekkur) og 11:40 (7. bekkur). Þá fá nemendur sér hádegismat en mega svo fara heim. Fyrir þá nemendur sem vilja munum við þó bjóða upp á aðstoð í stærðfræði eftir mat á fimmtudag (frá.12:20). Þannig geta nemendur fengið aðstoð kennara við að fara yfir ákveðin atriði sem þau eru óörugg með. Nemendur eru svo að sjálfsögðu einnig meira en velkomnir að fara í tíma með sínum umsjónarhóp.

Hyggilegt er að nemendur komi með smá hressingu til að fá sér í prófhléi.

Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra ef einhverjar spurningar vakna vegna þessa.

Kv.
Jóhann Skagfjörð


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is