Tónlistarskóli Húsavíkur býður Raufarhafnarbúum til tónleika fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18:30 í Grunnskóla Raufarhafnar. Dagskráin er fjölbreytt og þátttakendur á breiðu aldursbili. Tónleikarnir eru hluti af uppskeruhátíð tónlistarskólanna; NÓTAN. NÓTAN er ekki keppni heldur fremur sýnishorn af gróskunni í tónlistarskólum landsins. NÓTAN er nú haldin í þriðja skiptið.
Á tónleikunum á Raufarhöfn fer fram forval til þátttöku á uppskeruhátíð tónlistarskólanna og atriðin sem verða valin eru beðin að spila á tónleikum á Húsavík sunnudaginn 26. febrúar kl. 16:00. Á þeim tónleikum verða þátttakendur valdir til að spila á tónleikum Norðausturlands í Hofi laugardaginn 10. mars. Lokatónleikar NÓTUNNAR verða svo haldnir í Hörpu (Reykjavík) sunnudaginn 18.mars.
Dagskrá tónleikanna:
Magnús raular
Sindri Þór Tryggvason, gítar – Lundarskóla
Frönsk vísa
Emil Stefánsson, gítar – Lundarskóla
Fjöllin hafa vakað e. Bubba Morthens
Sindri Þór Tryggvason og Emil Stefánsson, gítar – Lundarskóla
Maístjarnan
Erna Rún Stefánsdóttir, þverflauta – Lundarskóla
Rigaudon e. Purcell
Alma Lind Ágústsdóttir, gítar – Lundarskóla
Will o’ the Wisp e. Paul Harris
Þórdís Alda Ólafsdóttir, þverflauta – Lundarskóla
Lína Langsokkur
Bjartey Unnur Stefánsdóttir, þverflauta – Lundarskóla
Mýflugan, Strætósöngurinn
Nikola María Halldórsdóttir, píanó – Raufarhöfn
Tangó e. Matyas Seibar, Líf og fjör
Dagný Ríkharðsdóttir, píanó – Raufarhöfn
Á Sprengisandi
Eygló Ástþórsdóttir, gítar - Raufarhöfn
Hallelujah e. Leonard Cohen
Nareeat Sophie Kanram – söngur, Fanney Svava Guðmundsdóttir – gítar og söngur, Þórdís Alda Ólafsdóttir –
söngur, Steinunn Halldórsdóttir – gítar
Dongi, Buya Afríka
5. og 6. bekkur í marimbu – Lundarskóla
Balafón, Nú er úti norðanvindur
Yngsti marimbuhópur á Raufarhöfn
Chikende, Mombe
Elsti marimbuhópur á Raufarhöfn
Wimoweh, Ntombe Yami
7. og 8. bekkur í marimbu – Lundarskóla
Stan e. Eminem/Dido, Cars e. Gary Numan
RR (Rokksveit Raufarhafnar)
Stamping Dance, Lazy Dreams
Ingunn Jóhanna Kristjánsdóttir, fiðlu – Lundarskóla
Við vonumst til að sjá ykkur flest.
Steinunn og Lisa
Athugasemdir