Tónleikar og danskennsla

Tónleikar og danskennsla Ţessa vikuna er menningarvika á Raufarhöfn. Nemendur grunnskólans eru ađ fást viđ ýmis menningarleg verkefni og ţar á međal eru

  • Undirsida1

Tónleikar og danskennsla

Þessa vikuna er menningarvika á Raufarhöfn. Nemendur grunnskólans eru að fást við ýmis menningarleg verkefni og þar á meðal eru þau í danskennslu þessa viku undir stjórn Önnu Breiðfjörð danskennara. Þá kom hingað til okkar strengjakvartett frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og spilaði á tónleikum fyrir krakkana okkar. Tónleikarnir gengu afar vel og krakkarnir voru mjög hrifnir af þeim tónverkum sem kvartettinn flutti okkur. Krakkarnir fengu einnig mikið lof fyrir hversu frábærir áheyrendur þau væru því að það væri svo mikilvægt fyrir hljóðfæraleikarana að fá gott hljóð og góða athygli.

Hér eru nokkrar myndir frá tónleikunum og danskennslunni.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is