Tónlist fyrir alla, Björn Thor

Tónlist fyrir alla, Björn Thor Það var gaman í dag þegar Björn Thor eða Bjössi sem hann er alltaf kallaður, kom í heimsókn til okkar hér í skólann. Hann

  • Undirsida1

Tónlist fyrir alla, Björn Thor

Það var gaman í dag þegar Björn Thor eða Bjössi sem hann er alltaf kallaður, kom í heimsókn til okkar hér í skólann. Hann var á vegnum Tónlist fyrir alla sem stendur fyrir því að bjóða skólum út á landsbyggðinni upp á tónlistaatriði af ólíkum toga. Eins og fyrr segir var það hann Björn Thor sem koma til okkar að þessu sinni með gítarinn sinn. Það vildi svo skemmtilega til að hann var einnig með ósýnilega hljómsveit með sér sem spilaði á trommur, bassa og gítar.
Hann spilaði lög hvaðan af að úr heiminum og leyfði okkur að giska frá hvaða landi tónlistin var. Síðan var hann að segja okkur frá sér og það að hann væri búinn að spila á hverju degi á gítar síðust 40 ár. Það var sko hægt að heyra það þar sem hann spilaði á gítarinn sinn á við heila hljómsveit.
Við þökkum honum kærlega fyrir komuna og vonandi verðum við þess heiðurs njótandi að fara aftur á tónleika með honum.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is