Í dag vorum við svo lánsöm að fá til okkar í heimsókn Guitar Islancio. Þeir koma hingað í skólann til okkar á vegum verkefnisins "Tónlist fyrir alla - syngjandi skóli". Tríóið var stofnað 1998 og samanstendur af gítarleikurunum Gunnari Þórðarsyni og Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Þeir spiluðu íslensk þjóðlög auk laga eftir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og fleiri góða listamenn. Krakkarnir tóku vel undir og sungu m.a. Krummi svaf í klettagjá og Sofðu unga ástin mín með þeim. Þá spiluðu tveir nemendur með tríóinu, þau Arnór á trommur og Tanja á píanó. Frábær skemmtun og bestu þakkir fyrir okkur.
Hér eru myndir frá skólaheimsókninni.
Í KVÖLD KLUKKAN 18:00 Í FÉLAGSHEIMILINU...
Í kvöld eru grunnskólanemendur með skemmtun vegna Menningarviku á Raufarhöfn klukkan 18:00 í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Þar verður sýndur dans sem 1. - 5. bekkur hefur verið að æfa undanfarið, fluttir verða söngleikir og fleira skemmtilegt. Foreldrafélagið verður með súpu og pizzusölu að loknum skemmtiatriðum og klukkan 20:30 mun tríóið GUITAR ISLANCIO stíga á svið og vera með tónleika fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Félagsheimilinu.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
Athugasemdir