Tunglmyrkvi á þriðjudagsmorgun!

Tunglmyrkvi á þriðjudagsmorgun! Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, mun verða almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir

  • Undirsida1

Tunglmyrkvi á þriðjudagsmorgun!

Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, mun verða almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á vesturhimni. Almyrkvinn hefst kl. 07:40 að morgni og stendur yfir til 08:54. Þennan desembermorgun mun því rautt og jólalegt tungl svífa eins og risavaxin jólakúla á himnafestingunni og boða rísandi sól.

Tunglmyrkvar geta aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tungliðo liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. Þrátt fyrir þetta verða tunglmyrkvar þó ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið

Meðfylgjandi mynd er skýringarmynd af tunglmyrkvarnum þann 21. desember næstkomandi.

Næst sést tunglmyrkvi frá Íslandi þann 10. desember 2011. Sá myrkvi verður um miðjan dag og mun því ekki sjást almyrkvað tungl frá Reykjavík. Austast á landinu mun tunglið þó sjást almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans.

Þeir sem vilja fræðast meira um tunglmyrkvann geta lesið sér til um hann á Stjörnufræðivefnum með því að smella hér.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is