Umhverfisdagurinn - Grćnfánadagur

Umhverfisdagurinn - Grćnfánadagur Á dögunum helguđum viđ einum skóladegi Grćnfánaverkefninu okkar. Viđ skipulögđum svokallađan Umhverfisdag, en ár hvert

  • Undirsida1

Umhverfisdagurinn - Grćnfánadagur

Á dögunum helguðum við einum skóladegi Grænfánaverkefninu okkar. Við skipulögðum svokallaðan Umhverfisdag, en ár hvert er hinn Alþjóðlegi umhverfisdagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Dagurinn er ein helsta leið Sameinuðu Þjóðanna að vekja athygli almennings á umhverfismálum og virkja það til að leggja sitt af mörkum. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má sjá ýmsar góðar upplýsingar um málefnið http://ust.is

Við hér í skólanum fórum saman út á Hótel Norðurljós til hans Erlings fuglaáhugamanns sem fræddi okkur um þá fugla sem Melrakkaslétta og Raufarhöfn státa af að fá til sín ár hvert. Þá fengum við að fara út á svalirnar hjá honum og skoða fuglana í sérstökum sjónauka. Mikið var rætt um umhverfismál, endurvinnslu og fleira. Krakkarnir máluðu útsöguð blóm og skilti sem verða hengd upp síðasta skóladaginn utan á húsið og á grindverkið kringum skólalóðina. Þau bjuggu einnig til skálar úr tættum pappír sem þau endurunnu, máluðu og gerðu fínar. Góður dagur sem heppnaðist afar vel.

Hér má sjá myndir frá deginum.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is