UNICEF og Göngum í skólann

UNICEF og Göngum í skólann Í gćr hófst formlega Göngum í skólann verkefniđ á Íslandi en ţví mun ljúka á Alţjóđlega Göngum í skólann deginum 9. október

  • Undirsida1

UNICEF og Göngum í skólann

Í gær hófst formlega Göngum í skólann verkefnið á Íslandi en því mun ljúka á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum 9. október næstkomandi. Markmið verkefnisins er meðal annars að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Þetta getur því verið heilbrigður lífsstíll fyrir alla fjölskylduna. Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu, sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd og fleira.

UNICEF hreyfingin á Íslandi hvetur einnig til aukinnar hreyfingar og hollustu í mataræði um leið og aðstæður annarra barna vítt og breytt um heiminn eru kynntar börnum á Íslandi. Nemendum á Íslandi gefst kostur að safna peningum fyrir jafnaldra sína sem búa við afar bág kjör annars staðar í heiminum. Í blíðaskaparveðrinu í gær var sett upp þrautabraut þar sem nemendur skólans þurftu að hlaupa eða ganga, stökkva í hringi, hoppa pokahlaup, stökkva yfir hindranir, sporhoppa og fleira. Þau söfnuðu áheitum þar sem fólki gafst kostur á að heita á þau ákveðna upphæð fyrir hvern þrautahring sem þau luku. Dagurinn heppnaðist í alla staði afar vel, en meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Myndir frá UNICEF deginum, smella hér.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is