Uppbyggingarstefnan og samverustundir

Uppbyggingarstefnan og samverustundir Skólinn okkar hefur hafiđ innleiđingu skólastefnu sem í daglegu tali er kölluđ "Uppeldi til ábyrgđar" eđa

  • Undirsida1

Uppbyggingarstefnan og samverustundir

Skólinn okkar hefur hafið innleiðingu skólastefnu sem í daglegu tali er kölluð "Uppeldi til ábyrgðar" eða "Uppbygging sjálfsaga" (sjá tengil hér til hliðar sem er frá Giljaskóla á Akureyri).  Sem hluti af því verkefni hittast nemendur skólans einu sinni í mánuði á sal til að gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman. Viðfangsefni eru valin sem fela í sér að efla samkennd meðal nemenda, hjálpsemi, vinsemd og fleira. Í dag voru spilin dregin fram og allir hittust til að spila Veiðimann. Í upphafi síðasta skólaárs hófu kennarar smátt og smátt að vinna með þessa skólastefnu í huga, en það er svo margt sem breytist um leið og hugarfarið breytist, þó að vinna með stefnuna verði ekki sýnilegt strax í  byrjun. Nú í vetur er Uppbyggingarstefnan að verða sýnilegri þar sem farið er að vinna hlutbundnara með nemendum og afurðir umræðna um lífsgildi, hlutverkin okkar og fleira og fleira er farið að sjást.

Hér eru myndir frá spiladeginum. Haustið er komið og himininn skartar sínu fegursta hvern morguninn á fætur öðrum.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is