29. nóvember 2011 - Lestrar 135 - Athugasemdir ( )
Vegna veðurfars síðustu tvo morgna er rétt að benda foreldrum á eftirfarandi úr skólanámskrá Grunnskóla Raufarhafnar.
"Meti skólastjóri það svo að fella verði niður kennslu sökum veðurs verður það tilkynnt til foreldra þann morgun með símtali fyrir kl. 7:45. Hins vegar getur það oft verið álitamál hvenær það telst nemendum ofviða að sækja skóla. Sé skóla á annað borð ekki aflýst verður mat foreldra að ráða því hvort og þá hvenær börnin komi í skólann. Slíkt verður þó auðvitað að tilkynna til skólans. Munið að nemendur eru á ábyrgð foreldra í og úr skóla."
Athugasemdir