Úr dagbók skólans 2006 - 2007

Úr dagbók skólans 2006 - 2007 Höskuldur Gođi Karlsson skólastjóri skráđi 30.mars.   Frágangur eftir Árshátíđ.  Páskaleyfi hefst. 29.mars.  Árshátíđ

  • Undirsida1

Úr dagbók skólans 2006 - 2007

Höskuldur Goði Karlsson
skólastjóri skráði
30.mars.   Frágangur eftir Árshátíð.  Páskaleyfi hefst.
29.mars.  Árshátíð skólans haldinn í Félagsheimilinu Hnitbjörgum.
26.mars.  Skólanefndarfundur haldinn á Húsavík. Jóhanna Dögg og Höskuldur sækja fundinn.
22.mars.  
Foreldrafélagið Velvakandi boðaði til  fundar með foreldrum og nemendum í 6.-10. bekk.        
21.mars.  Nemendur fá góðan gest í heimsókn Guðna Fransson, er flutti þeim tónlist. Sigurður Aðalgeirsson með skilafund í skólanum.
20.mars.  Fulltrúi Alnæmissamtakana í heimsókn.
17.mars.  Jóhanna Dögg mætti á fund, í Reykjavík, varðandi Olweusarverkefnið.
13.mars.  Jóhanna Dögg sótti fund skólastjóra í N-Austurkjördæmi sem haldinn var að Narfastöðum í                       Reykjadal. Almennur foreldrafundur haldinn í skólum að boðun skólastjóra.
12.mars.
  Kennarafundur. Forvarnarfulltrúi Norðurþings og fulltrúi Barna verndarnefndar Norðurþings
                   heimsóttu skólann. Ræddu við nemendur í 6.-10. bekk og síðan við kennara skólans. 
9.mars.  Nemendur úr 6.-10. bekk skólans tóku þátt í Laugamótinu og sáu foreldrar nemenda um
                 að keyra þá. Mikil ánægja var með ferðina þó veðráttan hefði mátt vera blíðari.
8. mars.  Fór fram Stóra upplestrarkeppnin hér á Raufarhöfn.Þátttakendur voru frá Þórshöfn,   
                 Öxarfjarðarskóla og Raufarhöfn.
28.febr.  Könnun varðandi vímuefnarannsóknir ESPAD 2007 fór fram í skólanum á vegum Háskólans
                 á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.  Könnunin var lögð fyrir 10. bekk
27.febr.  Skólaþjónustan í heimsókn.  Ingþór Bjarnason  sálfræðingur og Sigurður Aðalgeirsson
                kennsluráðgjafi mættu.
21.febr.  Öskudagurinn.  Starfsdagur kennara. Nemendur í leyfi.
20.febr.  Foreldrafélagið Velvakandi bauð nemendum og foreldrum á grímuball þar var kötturinn
                 sleginn úr  tunnunni.
19.febr.
  Kennarafundur.
15.febr.
  Óskar Birgisson umsjónamaður með tölvum skólanna í Norðurþingi í heimsókn.   
                Söfnun nemenda fyrir abc BÖRN HJÁLPA BÖRNUM fer í gang.
13.febr.
  Könnun lögð fyrir efstu bekki skólans um ávana- og fíkniefna notkun.  Könnunin var lögð
                 fyrir af Rannsóknar- og greiningardeild Háskóla Reykjavíkur að beiðni Menntamálaráðuneytisins.
12.febr.  Kennarafundur.
7. febr.  Birna sótti fund um jafnréttismá á vegum Norðurþings á Húsavík.
3. febr.  Sóttu nemendur í 6.-10. bekk söngkeppni SAMFÉS (Samband félagsmiðstöðva) sem haldin var á                 Sauðárkrók og var ferðin hin ánægjulegasta.
1.febr.
  Skólastjórafundur haldinn að Lundi.  Jóhanna Dögg og Höskuldur sóttu fundinn.
31.jan.
 Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings í heimsókn.
29. jan.
Kennarafundur.
27. jan.
Raufarhafnarbúar blóta Þorra með miklum ágætum.
 
                 Vorönn hefst
23. jan.  Foreldraviðtöl m/ nemendum.  100% mæting var.
22. jan.  Starfsdagur.  Unnið að frágangi prófa.
20. jan.  Foreldrafélagið bauð nemendum á leiksýningu í Skúlagarði og sáu þeir leikritið 
               -Gauragang -eftir Ólaf H. Símonarson.  Leikritið var flutt af nemendum Öxarfjarðarskóla.
17. jan.  Haustannapróf hefjast og standa í þrjá daga.
16. jan.  Ingþór sálfræðingur og Sigurður kennslufulltrúi  komu við hér í skólanum. Og unnu með       
               nemendum.
10. jan.
  Nemendur og kennarar fara til Kópaskers, í boði  Lista- og menningarráðs Norðurþings,                 
               að hlýða á  hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika hljómlist við söguna –   
               Næturgalinn –  eftir H.C. Andersen.
5. jan.  Sigurður Aðalgeirsson kom í heimsókn að sinna nokkrum nemendum.
4. jan.  Skóli hefst.  Jörð hvít á að líta.
3. jan.  Starfsdagur kennara. Haustannapróf skipulögð.Skólinn ískaldur og ekki vinnufært.
26.- 27.okt. Þrír kennaranemar, frá Þórshöfn, í vettvangsheimsókn.
25. okt.Vann Þórhildur afrám í skólanum.  Yngstu nemendur skólans gengu undir teiknipróf.
              Lesgreining var framkvæmd.  Nemendavarnarráðs fundur haldinn.  Þá ræddi Þórhildur
              við einstaka kennara og endaði með því að halda fund með kennurum og skólastjóra.
24. okt. Ingþór Bjarnason, sálfræðingur, Sigurður Aðalgeirsson, kennsluráðgjafi og  
               Þórhildur Sigurðardóttir, sérkennsluráðgjafi í heimsókn.  Lögð voru fram lestrar- og 
              stafsetningarskimun hjá 5., 8. og 9. bekk, skimunarpróf í stærðfræði 3. og 6. bekk. 
              Rætt var og við nokkra nemendur og þeim m.a. skilað talnalykilsprófi.
27. nóv. til 1. desember  . Könnunin verður lögð fyrir rafræn, þar sem hver  nemandi fær lykilorð fyrir
               sig og slær inn beint.
23.-24. okt.
Sótti Jóhanna Dögg Olweusarnámskeið til Reykjavíkur.  Þangað mættu  verkefnisstjórar
               þeirra  skóla sem vinna  með eineltis verkefnið.  Fyrirhugað er að   gera eineltiskönnun meðal 
               nemenda í 4. – 10. bekk í  Olweusarskólum vikuna.
23. okt.  Nemendur skólans komu fram með nokkur dagskráratriði á Menningarhátíð.
22. okt.  Menningarhátíðin hefst – Bjart er yfir Raufarhöfn - .
19.-20.okt. Fóru fram samræmd próf 4. og 7. bekkja.  Vonandi er að þau gefi okkur í skólunum 
                vísbendingu um að við séum á réttri leið í fræðslu okkar.og að nemendur séu ekki eftirbátar      
                annarra í skólum landsins.
17. okt.  Sjö kennarar skólans fóru að lokinni kennslu á námskeið í Svalbarðsskóla.  Námskeiðið fjallaði
               um lýðræði og lífsleikni – Bekkjarfundir – fyrirlesari var Ingileif   Ástvaldsdóttir.
               Voru allir þátttakendur mjög ánægðir með námskeiðið.
16. okt. Björg Eiríksdóttir mætt til kennslu.  Var henni velfagnað af nemendum og starfsliði skólans.             
              Vigfús Sigurðsson, tæknifræðingur, eftirlitsmaður fasteigna Norðurþings í  heimsókn á
              Raufarhöfn.M.a. tók hann út skólann.
11. okt. Jóhanna Dögg sækir fund um lýðheilsu, til Húsavíkur.Fundurinn boðaður af  Erlu
              Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs Norðurþings.
9. okt.  6. – 10. bekkur fór í skólabúðir að Kiðagili í Bárðardal og dvaldi þar dagana.
9.-11.okt. Með hópnum fóru Þóra Gylfadóttir og Höskuldur.  Sjá ferðasögur nemenda  
              annarsstaðar í blaðinu.
6. okt. Skólastjórafundur haldinn að Litlu-Lauga skóla og mættu þar flestir skólastjórar af     
            svæði Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga.
5. okt  Framkvæmdast., fjölskyldu- og þjónustusviðs Norðurþins, Erla Sigurðardóttir og
           aðstoðarkona hennar Soffía Helgadóttir komu í heimsókn til að kenna skólastjóra á nýtt 
           bókhaldsforrit sem tekið hefur verið upp í Norðurþingi. Kennarafundur haldinn.
4. okt. Menntamálaráðuneytið bauð nemendum uppá – Tónlist fyrir alla - .  Þar komu fram 
           tveir flautuleikarar og gítarleikari.  Voru þetta hinir ánægjulegustu tónleikar.
29.sept. Nemendaráð fór til Reykjavíkur á fund –Samfés- Samtök félagsmiðstöðva.  Fóru þau
             í samfloti með félagsmiðstöðvunum í Öxarfirði og á Húsavík.  Nutu þau 
             margvíslegar fræðslu og námsskeiðshalds með jafnöldrum sínum af öllu landinu.
26. sept. Erla Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, Ingþór Bjarnason, sálfræðingur og Sigurður Aðalgeirsson, 
                kennsluráðgjafi komu hér í dag og unnu ýmis sérfræðistörf í þágu nemenda og kennara.
25. sept.Talmeinafræðingurinn Sonja Magnúsdóttir kom í heimsókn og leiðbeindi kennurum
                af þekkingu sinni.
20. sept. Sveinn Hreinsson, forstöðumaður íþrótta- og félagsstarfs Norðurþings, boðaði
                skólastj. Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar á sinn fund að Kópaskeri. Þar
                var rætt um félagsmiðstöðvar í hinu nýja sveitafélagi.  Eva Guðrún Gunnarsdóttir
                hefur verið ráðin til að veita félagsmiðstöðinni Bliki- Raufarhöfn forstöðu.
18. sept. Starfsdagur kennara.  Unnið að uppfærslu námskrár skólans og síðan settust  kennarar
                við tölvurnar að setja sig inn forritið Mentor, sem ætlað er kennurum og foreldrum til
                upplýsinga og tjáskipta.  Óskar Birgisson, starfsmaður Norðurþings leiðbeindi
                kennurum.  Meira síðar um Mentorinn.
15. sept. Stip sækir trúnaðarmannanámskeið kennara til Húsavíkur.
14. sept. Þórhildur Sigurðardóttir,sérkennsluráðgjafi vinnur með yngstastigið.  Róbert fór í Lund og á
                 Kópasker og fylgdist með kennslu íþróttakennara skólanna í sundi og í sal.
11. sept. Kennarafundur.  M.a. sem rætt var – hugmynd að skólabúðaferð að Kiðagili.
8. sept. Skólastjóri mætti á fundi hjá Erlu Sigurðardóttur,framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og 
               þjónustusviðs, Þórhildi Sigurðardóttur, sérkennsluráðgjafa og Sigurði Aðalgeirssyni,   
              kennslufulltrúa á Húsavík.  Rætt var um kennslukvóta skólans sem aukinn var frá
              síðustu árum auk þess sem lagðar voru fram hugmyndir um aukna aðstoð varðandi
              sérkennslu og aðstoð við nemendur.
4. sept.  Nýkjörin skólanefnd Norðurþings heldur fund í skólanum.  Sólskin og blíðviðri
               einkenndu daginn og vonir um gott skólastarf á nýbyrjuðu skólaári.
29. ág.  Skólastarf hefst. Unnið er við uppsetningu leiktækja við skólann.
28. ág.  Skólinn settur.  44 nemendur hefja nám.
              Annar kennarafundurinn á skólaárinu haldinn.
22.-25.ág. Starfaði starfsfólk skólans að undirbúningi skólastarfs.
21. ág.  Sótti starfsfólk skólans þingdag starfsfólks skólanna í N.Þing. og S.Þing. að Hafralækjarskóla.
17. ág.  Fyrsti kennarafundurinn haldinn.
8-11.ág. Jóhanna Dögg ver á námskeiði kennara á Húsavík.
12.-13.júní.Olga Friðriksdóttir var á námskeiði kennara á Húsavík.

Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is