Úr skólastarfinu

Úr skólastarfinu Við héldum upp á Dag náttúrunnar sem að þessu sinni var með yfirskriftina Sköpun til heiðurs náttúrunni.

  • Undirsida1

Úr skólastarfinu

Útilistaverk - Allir nemendur skólans
Útilistaverk - Allir nemendur skólans

Verkefnið var að skapa skúlptúr úr náttúrulegum hlutum í nærumhverfi skólans og þar sem stutt er í fjöruna fórum við í fjöruferð og náðum í steina og rekavið. Við gerðum steinaskúlptúr þar sem hver og einn steinn táknar hvern og einn nemanda leik- og grunnskólans. Svo bjuggum við til myllu úr rekaviði og máluðum á steina, annars vegar kött og hins vegar mús.

Börnunum gefst nú tækifæri til þess að taka þátt í áhugaverðum og skapandi menningarverkefnum á vegum List fyrir alla. Verkefnin eru

·      Sögur - 1. – 7. bekkur

·      Handritin til barnanna - 5. – 6. bekkur

Nemendur hafa allir ákveðið að einbeita sér að sögugerðinni og eru mislangt á veg komnir með þær. Valnefnd velur úr innsendum sögum og handritum sem unnið verður úr og þær lifna við á sviði, í stuttmynd eða í tónlist.

Leikföng fyrir skólann

Keypt voru alls konar leikföng í skólann s.s. plús plús kubbar, tæknilegó, spil og seglar.  Nemendur eru hæstánægðir með að fá tæknilegó til að vinna að í sameiningu.

Bleikur dagur 16.október

Á bleika deginum 16.október eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku til að sýna þeim konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu. Það gerðum við í okkar skóla og fallegur bleikur bjarmi var yfir nemendum og starfsfólk

Teiknisamkeppni

Öllum nemendum 4.bekkjar á Íslandi er boðið að taka þátt í teiknisamkeppni í tilefni af skólamjólkurdeginum. Aðeins einn nemandi er í 4.bekk við skólann en hann tekur að sjálfsögðu þátt og er byrjaður á sinni mynd.

Orð af orði

Í miðdeild erum við að lesa bókina Galdrastafir og græn augu og fjallar hún um Svein 14 ára strák úr Kópavogi sem ferðast aftur í tímann, allt til ársins 1713.  Þar kynnist hann jafnöldrum sínum, sveitalífinu og ekki síst galdraprestinum Síra Eiríki í Vogsósum sem hann þarf á að halda til að komast aftur til framtíðarinnar.   Við notum efnivið bókarinnar í að efla orðaforða og ritun ásamt því að vinna með bókmenntahugtök.  Sögunni eru einnig gerð skil á myndrænan hátt.

Skólasund

Síðustu vikur hafa nemendur haldið áfram þar sem frá var horfið í sundkennslunni í Lundi.  Við nýtum okkur sundlaugina hér á Raufarhöfn og eru það bæði leik-og grunnskóladeild sem fara ofan í og æfa sig í vatninu.

Vetrarfrí

Vetrarfrí í grunnskóladeild hefst 23.október og er til og með 26.október.  Næsti skóladagur er þriðjudagur 27.október í Lundi samkvæmt venju.  Leikskólinn er opinn þessa daga.  

Hér eru myndir úr skólastarfi liðinna daga

 

 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is