16. október 2009 - Lestrar 468 - Athugasemdir ( )
Á haustdögum fóru nemendu í Grunnskólanum á Raufarhöfn að vinna að gerð útikennslustofu ásamt kennurum sínum. Heimilisfræðikennarinn okkar sem sér einnig um kennslu í smíðum, hand- og myndmennt ásamt almennri bekkjarkennslu fór á námskeið í útieldun fyrir skólabyrjun, sjá http://utieldhus.is En útieldun er hluti af því sem nemendur eiga að læra í heimilisfræði og því var ráðist í að útbúa eldstæði uppi á Melrakkaásnum. Tilgangur verkefnisins er því m.a. að njóta útiveru og matargerðar.
Athugasemdir