13. febrúar 2009 - Lestrar 228 - Athugasemdir ( )
Í vikunni voru nemendur að vinna verkefni tengt Valentínusardegi í enskutíma og fengu hugmynd að sérstökum vináttudegi. Úr varð að nemendaráð skipulagði vináttudag sem haldinn var í dag, daginn fyrir Valentínusardag. Allir áttu að mæta sparilegar klæddir en venjulega og helst í einhverju rauðu. Í fyrsta tíma drógu síðan allir nemendur sér leynivin sem þeir áttu að sýna sérstaka vináttu í dag. Undir lokin voru teknar myndir af þeim sem höfðu dregist saman og hér eru þær.
Athugasemdir