13. janúar 2011 - Lestrar 367 - Athugasemdir ( )
Síðastliðinn þriðjudag hélt Jóhann skólastjóri í Lund þar sem hann hitti fyrir Berg Elías bæjarstjóra og Guðrúnu Erlu framkvæmdarstjóra Orkuveitu Húsavíkur. Þar tók Jóhann við ansi hreint veglegri gjöf; endurskinsmerkjum fyrir alla nemendur leik- og grunnskóla auk þess sem skólinn fékk 100.000 kr. peningagjöf.
Grunnskóli Raufarhafnar var ekki eini skólinn sem naut góðs af gjafmildi Orkuveitunnar því þennan dag fengu skólar í Norðurþingi og Hafralæk samtals kr. 600.000.
Við í Grunnskólanum á Raufarhörfn þökkum Orkuveitu Húsavíkur kærlega fyrir stuðninginn.
Jóhann skólastjóri ásamt Guðrúnu Erlu.
Athugasemdir