Verkalýðsdagurinn

Verkalýðsdagurinn Í dag er 1. maí, alþjóðadagur verkalýðsins, og þess vegna er frí í skólanum. Dagurinn hefur verið lögskipaður frídagur á Íslandi frá

  • Undirsida1

Verkalýðsdagurinn

Í dag er 1. maí, alþjóðadagur verkalýðsins, og þess vegna er frí í skólanum. Dagurinn hefur verið lögskipaður frídagur á Íslandi frá 1972. Saga hans nær þó mun lengra því á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.

Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag. Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins. Í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars. Kirkjan helgaði 1. maí dýrlingnum Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi. Svíar halda enn þann dag í dag upp á Valborgarmessu kvöldið fyrir 1. maí.

Heimild: Vísindavefurinn


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is