Vikan 11.-15. apríl

Vikan 11.-15. apríl Kćru foreldrar   Eins og ţiđ hafiđ eflaust flest tekiđ eftir erum viđ á fullu ađ undirbúa árshátíđina okkur sem verđur föstudaginn

  • Undirsida1

Vikan 11.-15. apríl

Kæru foreldrar
 
Eins og þið hafið eflaust flest tekið eftir erum við á fullu að undirbúa árshátíðina okkur sem verður föstudaginn 15. apríl. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu á Skilaboðaskjóðunni og hafa þær gengið ágætlega.
 
Vikan 11.-15. apríl er þemavika til að undirbúa árshátíðina. Þá taka allir nemendur virkan þátt í að  undirbúa árshátíðina og önnur og hefðbundnari kennsla víkur. Það verður sem sagt hvorki íþróttir né sund þessa vikuna. Nemendur verða ýmist staðsettir í skólanum við leikmyndagerð eða í félagsheimilinu við æfingar. Ætlunin er að renna leikritinu yfir á mánudag og gera svo í kjölfarið stundaskrá yfir æfingar út vikuna. Þá getið þið séð hvort barnið ykkar á að mæta beint út í félagsheimili eða í skólann að morgni. Mánudaginn 11. apríl eiga Birna Lind, Önundur, Kasper að mæta beint út í félagsheimili.
 
Á mánudaginn verður kennslutími hefðbundinn. Sem sagt, nemendur mæta kl. 8:10 og fara heim þegar skóla lýkur samkvæmt stundatöflu. Frá þriðjudegi og til loka vikunnar lýkur kennslu hins vegar á hádegi, þannig að nemendur fara heim eftir hádegismat. Athugið þó að nemendur geta verið kallaðir á aukaæfingu eftir hádegi sjái leikstjórar ástæðu til að æfa eitthvað sérstaklega.
 
Til þess að þetta gangi sem best hjá okkar vil ég biðja alla foreldra um að hlýða sínu barni yfir textann sinn um helgina og sjá til þess að það kunni hann í upphafi næstu vikur! 

Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is