Vor í lofti

Vor í lofti Ţađ er óhćtt ađ segja ađ voriđ hafi komiđ í vikunni og ţađ sést best á nemendum skólans. Ţau eru komin í ađra leiki, farin ađ hjóla í skólann

  • Undirsida1

Vor í lofti

Það er óhætt að segja að vorið hafi komið í vikunni og það sést best á nemendum skólans. Þau eru komin í aðra leiki, farin að hjóla í skólann og klæðast léttar. Sólargeislarnir eru í óðaönn að bræða burtu snjóinn og þar sem stéttar eru orðnar auðar er kominn parís sem krakkarnir hoppa og leika sér í, aðrir kríta fallegar myndir. Lengsti parís í heimi leit dagsins ljós og var hann kominn upp í 183 síðast þegar að var gáð. Fótboltinn og körfuboltinn eiga alltaf sinn senn úti á skólalóð og svo eru einhverjir sem njóta þess að hjóla á hjólunum sínum eftir vetrarhvíldina og svo eru það auðvitað fjöruferðirnar...

...Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag...

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is