Í gær 29.mars, buðu nemendur leik-og grunnskóla til vorgleði í skólanum þar sem þeir stóðu fyrir kynningum á verkefnum sínum sem þeir hafa verið að vinna að undanfarnar vikur í landafræði.
Viðfangsefnin voru fjölbreytt, m.a. fossar á Suðurlandi, umfjöllun um Raufarhöfn, Kópasker og Vopnafjörð Langanes, Austfirði og Akureyri þar sem nemandi setti sig í spor ferðamanns þar.
Öll stóðu þau sig frábærlega og ekki skemmdi hversu vel var mætt. Það er krefjandi og lærdómsríkt að standa frammi fyrir fullum sal af áheyrendum og flytja mál sitt svo vel sé. Að lokum sáu leikskólabörnin svo um að bjóða gestum upp á litskrúðugar og bragðgóðar veitingar.
Þetta var frábær dagur í alla staði og viljum við þakka öllum sem sáu sér fært að mæta og gleðjast með okkur fyrir komuna.
Athugasemdir