Í gær hittust nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir velunnarar skógræktar á Pallatúninu sunnan við Raufarhöfn og plöntuðu 134 Lerki og Birkir hríslum sem skólinn fékk að styrk frá Yrkjusjóði. Yrkjustyrkur er samvinnuverkefni Skógræktarfélags ríkisins, Glitnis og Menntamálaráðuneytisins. Dagurinn var allt í senn endapunktur á náttúrufræðiþema sem nemendur hafa verið að vinna frá skólabyrjun og tengist hringrás vatnsins og mikilvægi þess, trjám og fleiri tengdum þáttum ásamt því að vera liður í Grænfánaverkefninu sem skólinn er formlega orðinn aðili að. Eftir góða samvinnu fengum við heitt kakó sem Sigrún okkar mallaði handa okkur. Veðrið var eins og best var á kosið á þessum árstíma og segja myndirnar meira en mörg orð.
Smellið hér til að sjá myndir.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir