Mat á starfsáætlun og innra mats skýrsla vor 2024
16. maí 2024 - Lestrar 80 - Athugasemdir ( )
Nú liggur fyrir mat á starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar fyrir veturinn í vetur. Skýrsla um innra mat hefur einnig verið gerð.
Á hverju hausti er gerð starfsáætlun í grunnskólum sem lýsir því hvernig fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Til þess að tryggja stöðugar umbætur á gerð starfsáætlunar er mikilvægt að meta að vori hvernig gengið hefur. Nú þegar ráðinn hefur verið nýr skólastjóri við skólann fannst okkur í skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar mikilvægt að vanda sérstaklega matið til þess að auðvelda nýju starfsfólki að átta sig á starfseminni. Starfsáætlunin er birt á heimasíðu skólans og má finna hér.
Ítarleg innra mats skýrsla var jafnframt unnin
og skólastjórnin lagði mat á öll þau viðmið um gæðastarf sem gilda í Norðurþingi. Markmiðið er sem áður að reyna að auðvelda nýju starfsfólki, skólaráði, foreldraráði, foreldrum og nemendum að skipuleggja helstu umbætur sem mikilvægast er að ráðast í. Eins og sjá má eru nú þegar búið að gera tillögu að brýnustu úrbótunum, tímasetja, skrá viðmið um árangur og ábyrgðaraðila.
Það er von okkar að skólastarfið á Raufarhöfn verði farsælt og við þökkum fyrir traustið sem okkur var sýnt í vetur.
Skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar
Gunnþór, Kristrún, Tinna og Arndís Lesa meira »